Heilun ættarlína

65.000 kr.

Vissir þú að áföll forfeðra og formæðra okkar geta haft áhrif á næstu 7 ættliði sem koma á eftir? Langar þig að kanna hvaða árhrif líf þeirra sem á undan hafa gengið, hafa á þitt líf í dag?

Komdu með í þetta spennandi ferðalag og skoðaðu hvar þú getur frelsað þig frá þeim hugsunum, tilfinningum og hegðunarmunstrum sem þú hefur fengið í arf, jafnvel ómeðvitað.

Hvenær: 23. – 25. maí
Hvar: Á Akureyri
Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri, Strandgötu 37 (bakhús)

Category:

Það er þekkt staðreynd innan erfðavísinda að áföll breyta DNA-inu okkar og geta erfst áfram í allt að 7 ættliði. Við getum því tekið í arf hegðunarmunstur, tilfinningar og hefðir sem sköpuðust í kjölfar áfallsins og lituðu ættarsöguna upp frá því. Í sumum tilvikum erum við meðvituð um þessu áhrif, en í mörgum tilvikum er þetta okkur dulið og við gerum okkur jafnvel ekki grein fyrir þeim.

Á námskeiðinu skoðum við í gegnum fjölbreyttar leiðir, hvaða áhrif líf forfeðra og formæðra okkar haf á okkar eigið líf í dag. Við tengjumst forfeðrum og formæðrum í gegnum hugleiðslur og leiðsagnarspil, leitum svara við þeim spurningum sem vakna, og förum í trommuferðalög og aðrar athafnir sem hjálpa okkur við að skilja, heila og hreinsa ættarlínurnar okkar og um leið okkur sjálf.

Leiðsagnarkona á námskeiðinu er Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir (Hrabbý), en hún er annar stofnenda Starcodes Academy. Hrabbý er kennari að mennt og hefur að auki aflað sér réttinda sem “Certified Ancestral Healing Practitioner”.