Við erum Alma og Hrabbý og

StarCodes Academy

Við styðjum þig við að umbreyta lífi þínu

Hlutverk Okkar

Hlutverk okkar er að umbreyta heiminum með því að umbreyta okkur sjálfum. Jörðin verður friðsælli og kærleiksríkari staður að búa á eftir því sem fleiri finna frið og hamingju í hjartanu. Breytingin hefst innra með okkur sjálfum.

Gildin Okkar

Við eflum þátttakendur okkar til að umbreyta lífi sínu af hugrekki í gegnum speglun, heilun og sköpun í heiðarlegri tengingu við sig og aðra.

Umbreyting

Við umbreytum lífi okkar með því að horfa heiðarlega á okkur sjálf, kafa inn á við og finna hver við í raun og verum erum til að geta lifað okkar sanna sjálf.

Hugrekki

Við virkjum kraftinn innra með okkur til að stíga lítil og stór skref meðvituð um að hugrekki snýst um að láta óttann ekki stoppa okkur.

Tenging

Sönn tenging við okkur sjálf og aðra, æðri leiðsögn og allt sem færir okkur sanna tilfinningu þess að tilheyra og sterkan sjálfskærleik.

Sköpunarkraftur

Við tengjum við sköpunarkraftinn innra með okkur og nýtum fjölbreyttar aðferðir til að skapa það líf sem við viljum lifa.

Í sviðsljósinu

Leyndardómar skosku steinanna

Viku ferð þar sem við ferðumst hægt, erum leidd af hjartanu og þú skoðar þínar tengingar við Skotland. Við njótum þess að dvelja á sveitasetri út af fyrir okkur.

Engla Reiki 1 og 2 heilunarnámskeið

Engla Reiki er mögnuð heilunaraðferð sem hentar bæði byrjendum og reyndum meðferðaraðilum. Tengdu við dásamlega orku englanna og njóttu heilunarorku þeirra.

Heyrðu frá okkur!

Með því að fá fréttabréfið okkar beint í pósthólfið þitt getur þú fylgst með námskeiðum, viðburðum og öðru sem við stöllur erum að gera. Við hvetjum þig til að gerast áskrifandi og taka þátt í ferðalaginu með okkur.

Hvað segja viðskiptavinir okkar?

Leiðsögukonurnar gerðu þetta einstaklega vel, af mikilli næmni á hópinn. Allt var mjög skipulagt, notalegt og gott. Ég fæ ekki séð að það hefði verið hægt að gera það betur.

Elínborg

Í dag horfi ég fram á veginn, finnst ég ekki eins föst í farinu. Breytt viðhorf gagnvart öðru fólki. Finnst alltaf vera að upplifa meira og meira.

Dagný

Ég er svo miklu ánægðari og hamingjusamari með mitt líf í dag sem smitar til barna og barnabarna minna. Gagnvart vinum þá hafa sumir á orði að ég sé breytt til hins betra, mun jákvæðari, brosmildari og öll hressari. Þeir sem vita að ég fór á þetta námskeið sjá að það gerði mjög góða hluti fyrir mig.

Guðrún María