
Það er með mikilli eftirvæntingu sem við tilkynnum að dásamlega 9 mánaða ferðalagið okkar Þín persónulega umbreyting verður í boði bæði á Akureyri og í Reykjavík næsta vetur.
Það hefur lengi verið draumur okkar að geta boðið upp á þetta magnaða námskeið utan höfuðborgarsvæðisins og við getum ekki beðið eftir að kenna í kröftugri orku Eyjafjarðar.
Mörg okkar upplifa sig á tímamótum, þar sem við vitum að eitthvað óvænt en spennandi bíður okkar. Við finnum kannski þörf til að breyta, til að fá meiri gleði inn í lífið, til að efla skynjun okkar á skilning á okkur sjálfum OG síðast en ekki síst til að læra að elska okkur sjálf nákvæmlega eins og við erum.
Við hvetjum þig til að kíkja á kynningarfund um námið sem haldinn verður á Zoom þann 7. maí næstkomandi kl. 17:30. Hægt er að skrá sig á fundinn hér.
Er þinn tími ekki kominn?