Sálarfóður á Sumardaginn fyrsta – dásamleg stund með frábæru fólki

Heimsljós 2024

 Á Sumardaginn fyrsta buðum við upp á Sálarfóður frá kl. 13:30-15:30 en að þessu sinni vildum við að skoða hvaða fræjum okkur langar að sá inn í vorið og sumarið.

Sumarið er uppáhaldstími okkar margra, en þrátt fyrir það eigum við það að ofhlaða okkur af verkefnum og upplifunum þessa tæpu þrjá mánuði til að fá eins mikið úr úr því eins og mögulegt er. Dagatalið er bókað sem aldri fyrr og öllum helgum ráðstafað langt fram í tímann. Að auki verður að nota hverja einustu sólarmínútu til að vera úti við, annars fáum við sólviskubit. 

En hvernig langar okkur í raun og vera að líða í sumar? Hvað er það sem við viljum uppskera að hausti? Þetta var það sem við skoðuðum í Sálarfóðrinu með hjálp ljósveranna og áttum við notalega stund saman. 

Næsta Sálarfóður mun fara fram þann 15. maí næstkomandi en skráning fer fram í gegnum vefsíðuna okkar hér. Vinsamlegast athugið að það eru takmörkuð pláss í boði. 

Við hlökkum til að sjá ykkur!

 

Share This Post